Selfoss tapaði fyrir toppliðinu

Selfoss tapaði 25-23 þegar liðið heimsótti topplið Olísdeildar kvenna í handbolta, Fram, heim í Safamýrina.

Selfoss komst í 1-3 í upphafi leiks en Fram jafnaði 4-4 og tók svo forystuna í kjölfarið. Staðan var 12-10 í hálfleik.

Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks náði Selfoss að jafna, 15-15, en þá svöruðu Framarar með áhlaupi og náðu aftur forystu. Því forskoti hélt Fram til leiksloka og lokatölur urðu 25-23.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 12/3 mörk. Adina Ghidoarca skoraði 5, Perla Ruth Albertsdóttir 3 og þær Dijana Radojevic, Kristrún Steinþórsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 1 mark.

Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 18/1 skot í mkari Selfoss og va rmeð 47% markvörslu og Áslaug Ýr Bragadóttir varð 1 skot og var með 17% markvörslu.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 4 stig.

Fyrri greinÞórsarar fyrstir til að leggja KR
Næsta greinNánast fullkomið birkitré í Þórsmörk