Selfoss tapaði stórt

Selfoss tapaði með tólf marka mun þegar Grótta kom í heimsókn í Vallaskóla í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Grótta var mun sterkari í leiknum og leiddi í hálfleik með sex marka mun, 11-17. Grótta hafði áfram frumkvæðið í síðari hálfleik og lokatölur urðu 21-33.

Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir og Kristrún Steinþórs­dótt­ir voru markahæstar Selfyssinga með 5 mörk, Mar­grét Katrín Jóns­dótt­ir og Car­men Palam­ariu skoruðu 3 mörk, Þuríður Guðjóns­dótt­ir 2 og þær Hild­ur Öder Ein­ars­dótt­ir, Thelma Sif Kristjáns­dótt­ir og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinHótel Fljótshlíð fékk Svansvottun
Næsta greinFjórtán sinnum fengið nei