Selfoss tapaði stórt í Krikanum

Selfoss tapaði með 11 mörkum, 29-18, þegar liðið heimsótti FH í Kaplakrika í N1-deild kvenna í handbolta í dag.

Selfoss var tveimur mörkum undir í hálfleik, 12-10, en yfirburðir FH voru miklir í seinni hálfleik þar sem Selfoss skoraði aðeins átta mörk og fékk á sig sautján.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Helga Rún Einarsdóttir skoraði 4, Kara Rún Árnadóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Hildur Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu allar 2 mörk og Thelma Sif Kristjánsdóttir 1.

Fyrri greinBílvelta á Eyrarbakkavegi
Næsta greinNorður-Atlantshafsróðurinn leitar að varaáhöfn