Selfoss tapaði stórt gegn Stjörnunni

Selfoss tapaði stórt þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Lokatölur í Garðabænum voru 32-18.

Selfoss skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 15-5. Seinni hálfleikur var jafnari en Stjarnan var skrefi á undan og vann að lokum fjórtán marka sigur.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Dagmar Öder Einarsdóttir skoraði 4, Hildur Öder Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir 2 og þær Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, Elena Birgisdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir, Kara Rún Árnadóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu allar eitt mark.

Selfoss er nú í ellefta sæti deildarinnar með 4 stig.