Selfoss tapaði síðasta leik fyrir frí

Selfoss tapaði 29-26 þegar liðið heimsótti Val í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Leikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í seinni hálfleik.

Staðan í leikhléi var 12-11 Val í vil, en Selfyssingar eltu Valskonur allan seinni hálfleikinn án árangurs.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Selfoss, Kristrún Steinþórsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu báðar 4 mörk, Carmen Palamariu skoraði 2 mörk og þær Dijana Radojevic og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu 1 mark hvor.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig að loknum tíu umferðum. Nú er komið frí í Olísdeild kvenna en næsti leikur Selfoss er laugardaginn 14. janúar árið 2017 þegar ÍBV kemur í heimsókn á Selfoss.