Selfoss tapaði í hörkuleik

Selfoss tapaði naumlega fyrir HK í N1-deild kvenna í handbolta þegar liðin mættust í Digranesi í dag. Lokatölur voru 27-25.

Þetta var hörkuleikur þar sem bæði lið áttu ágæta spretti. Selfoss var yfir í hálfleik, 12-13, en heimaliðið var sterkara í síðari hálfleik.

Þuríður Guðjónsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Carmen Palamariu og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 6, Karen Rún Árnadóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir 1.