Selfoss tapaði í hörkuleik

Selfoss tapaði naumlega í hörkuleik gegn HK í N1-deild kvenna í handbolta á Selfossi í dag, 22-20.

Gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 10-11.

Þuríður Guðjónsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 3 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir 2 og þær Hildur Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er áfram í 9. sæti deildarinnar með 6 stig en Afturelding er nú aðeins einu stigi á eftir en Mosfellingar unnu botnlið Fylkis í dag í jöfnum leik.

Fyrri greinVilborg Arna tók fyrsta saumsporið
Næsta greinSASS stefnir vegna strætó