Selfoss tapaði í Eyjum

Kvennalið Selfoss tapaði 3-0 þegar það heimsótti nágranna sína í ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjakonur voru mun sprækari í upphafi leiks og eftir aðeins ellefu mínútur var staðan orðin 2-0. ÍBV bætti þriðja markinu við á 33. mínútu og þar við sat.

Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið fengu færi á að bæta við mörkum.

Selfoss er nú í 6. sæti deildarinnar með 20 stig og mætir næst Þór/KA á heimavelli á sunnudag en norðanliðið er í 5. sæti, einnig með 20 stig.

Fyrri greinBjóða fötluðum í bíó
Næsta greinBarnaskólinn Eyrabakka vekur athygli