Selfoss tapaði fyrir Stjörnunni

Selfoss heimsótti Stjörnuna í Garðabæ í N1-deild kvenna í handbolta í dag. Heimakonur höfðu sigur, 31-25.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Þuríður Guðjónsdóttir skoraði 4, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Kara Rún Árnadóttir og Kristrún Steinþórsdóttir 2 og þær Hildur Öder Einarsdóttir, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 1 mark.

Lokaleikur Selfoss í deildinni er gegn Fram á heimavelli laugardaginn 16. mars.

Fyrri greinByssusýning um helgina
Næsta greinEinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús