Selfoss tapaði fyrir botnliðinu

Selfoss tapaði 28-27 fyrir botnliði Aftureldingar í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Aftureldingar í vetur.

Selfoss leiddi allan leikinn en missti sigurinn frá sér undir lokin. Staðan í hálfleik var 14-15, Selfossi í vil.

Kara Rún Árnadóttir og Carmen Palamariu voru markahæstar Selfyssinga með 5 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu 4 mörk og þær Hildur Øder Einarsdóttir, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu allar 3 mörk.

Selfoss er áfram í 11. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum fimmtán umferðum.