Selfoss tapaði fyrir Blikum

Kvennalið Selfoss beið lægri hlut í dag þegar liðið mætti Breiðabliki í A-deild Lengjubikarsins í Fífunni.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Blikar skoruðu þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik. Mark Selfoss kom af vítapunktinum á 88. mínútu en það skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir.

Selfoss er í 5. sæti A-deildarinnar með 1 stig að loknum tveimur leikjum.