Selfoss tapaði á Nesinu

Selfoss tapaði 22-17 þegar liðið mætti Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís-deild kvenna í handbolta.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Grótta leiddi í leikhléi, 9-8. Heimakonur voru svo sterkari í síðari hálfleik og sigruðu með fimm marka mun.

Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic voru markahæstar Selfyssinga með 6 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu 2 og Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 10 stig, fjórum stigum á undan Fylki, þegar tvær umferðir eru eftir.

Fyrri greinHamarsmenn komnir í úrslitarimmuna
Næsta greinÁrborg valtaði yfir Snæfell/UDN