Selfoss tapaði á Akureyri

Kvennalið Selfoss tapaði stórt þegar það heimsótti Þór/KA norður á Akureyri í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag.

Akureyringar komust yfir strax á 7. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þegar rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Þór/KA tvívegis með tveggja mínútna millibili og síðasta mark leiksins skoraði heimaliðið í uppbótartíma.

Lokatölur 4-0 go Selfoss lauk keppni í Lengjubikarnum á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki.