Selfoss styrkir stöðu sína á toppnum

Perla Ruth Albertsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Fram í 1. deild kvenna í handbolta í dag. LIðin mættust á heimavelli fram í Úlfarsárdalnum og lokatölur urðu 21-36.

Selfosskonur byrjuðu af krafti og komust í 3-12 í upphafi leiks. Staðan í hálfleik var 8-16 en forysta Selfoss var örugg allan leikinn, þær komust í 9-24 í upphafi seinni hálfleiks og sigruðu að lokum með 15 marka mun.

Selfoss er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig og á leik til góða á Gróttu sem er í 2. sæti með 18 stig,

Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir voru markahæstar Selfyssinga með 7 mörk, Katla María Magnúsdóttir skoraði 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Adela Jóhannsdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 2 mörk og þær Eva Lind Tyrfingsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Inga Sól Björnsdóttir skoruðu 1 mark hver.

Cornelia Hemansson varði 9 skot í marki Selfoss og Áslaug Ýr Bragadóttir 7.

Fyrri greinHamar/Þór elti nær allan tímann
Næsta greinJökulhlaupið hefur náð hámarki