Selfoss styrkir stöðu sína

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu heimsótti Tindastól í kvöld í 1. deild kvenna í knattspyrnu en leikið var á Hofsósi. Selfoss sigraði 3-0.

Anna María og Katrín Ýr Friðgeirsdætur skoruðu sitt markið hvor en þetta er fyrsta mark Katrínar fyrir liðið síðan í júlí í fyrra en hún er að koma til baka eftir erfið hnémeiðsli.

Guðmunda Brynja Óladóttir bætti svo þriðja markinu við og Selfoss situr örugglega í 1. sæti B-riðilsins með fullt hús stiga að loknum sex umferðum.

Fyrri greinEkkert lát á skemmdarverkum
Næsta greinStarfsmaður Lyfja og heilsu dró að sér fé