Selfoss stóðst lokaáhlaup Sindra

Christian Cunningham skoraði 19 stig og tók 19 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á botnliði Sindra þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í Gjánni á Selfossi í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en í 2. leikhluta náði Selfoss forystunni og leiddi 46-32 í hálfleik.

Selfoss jók forskotið í upphafi 3. leikhluta en Sindramenn komust fljótlega aftur inn í leikinn og munurinn hélst svipaður næstu mínúturnar. 

Þegar rúmar átta mínútur voru eftir af leiknum hafði Selfoss 23 stiga forskot, 75-52. En Sindramenn voru ekki hættir. Þeir náðu mögnuðu 29-10 áhlaupi og minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúmar 50 sekúndur voru eftir af leiknum. Christian Cunningham kláraði leikinn hins vegar fyrir Selfyssinga og skoraði síðustu þrjú stig leiksins þegar hálf mínúta var eftir, 88-81.

Cunningham átti reyndar stórleik fyrir Selfoss, skoraði 26 stig og tók 21 frákast auk þess að senda 7 stoðsendingar. Kristijan Vladovic skoraði 16 stig og Maciek Klimaszewski 15.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig.

Fyrri greinHvítá flæðir milli Austurkots og Brúnastaða
Næsta greinRútur fuku útaf á Hellisheiði