Selfoss steinlá í Lengjunni

Selfyssingar steinlágu þegar þeir mættu Fylki í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld.

Fylkir komst í 4-0 áður en Ingi Rafn Ingibergsson minnkaði muninn á lokamínútu leiksins. Lokatölur 4-1.

Selfoss á einn leik eftir í Lengjubikarnum en liðið mætir HK á heimavelli þann 17. mars. Selfoss er í 4. sæti riðilsins með 3 stig.

Fyrri grein„Maður er svekktur – annað væri óeðlilegt“
Næsta greinGnúpverjar skelltu Hamri í Frystikistunni