Selfoss steinlá heima

Elvar Orri Sigurbjörnsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss fékk Njarðvík í heimsókn í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir unnu þægilegan sigur og tylltu sér í toppsæti deildarinnar.

Njarðvíkingar komu sér strax í þægilega stöðu, með marki á 5. mínútu leiksins og þeir tvöfölduðu síðan forskot sitt á 42. mínútu. Það vantaði ekki að Selfyssingar áttu ágætar sóknir inn á milli en tókst ekki að koma boltanum í netið og staðan var 0-2 í hálfleik.

Vonir Selfyssingar um að koma sér inn í leikinn snarminnkuðu í upphafi seinni hálfleiks því á 52. mínútu skoruðu Grindvíkingar sitt þriðja mark. Selfyssingar lögðu þó alls ekki árar í bát en mörkin stóðu á sér og gestirnir innsigluðu öruggan sigur með sínu fjórða marki þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Njarðvíkingar eru í toppsæti deildarinnar með 11 stig en Selfoss er í 10. sæti með 3 stig.

Fyrri greinFínt að slökkva á símanum og vera í núinu
Næsta greinBrotist inn í Bjarnabúð í nótt