Selfoss steinlá gegn KA

Selfoss tapaði 0-4 þegar liðið mætti KA í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Liðin leika bæði í 1. deildinni á komandi leiktíð.

KA-menn komust yfir strax á 9. mínútu og þeir bættu svo við öðru marki á 28. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var markalaus lengst af en KA-menn skoruðu tvö mörk undir lok leiks, þrátt fyrir að vera manni færri síðasta hálftímann.

Selfoss er í 6. sæti riðilsins með 7 stig, en KA er í 5. sætinu með jafn mörg stig og mun betra markahlutfall.

Fyrri greinHamar með sópinn á lofti – Oddaleikur hjá FSu
Næsta greinRannsókn á banaslysinu stendur enn yfir