Selfoss steig ekki feilspor í lokin

Haukur Þrastarson skoraði 11 mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Selfoss hófu titilvörn sína í kvöld með frábærum sigri á útivelli gegn FH, 30-32.

Leikurinn var jafn framan af en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum sem náðu mest fimm marka forskoti, 9-14, en staðan var 13-17 í hálfleik.

Forskotið hélst svipað fram í seinni hálfleikinn en um hann miðjan skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð og jöfnuðu 25-25. Lokakaflinn var æsispennandi en FH klúðraði tveimur sóknum á síðustu þremur mínútunum á meðan Selfyssingar stigu ekki feilspor og tryggðu sér sigurinn.

Haukur Þrastarson var frábær í liði Selfoss, skoraði 9/1 mörk og sendi 7 stoðsendingar. Guðni Ingvarsson skoraði 8 mörk og átti frábæra innkomu á línuna, Hergeir Grímsson skoraði 4/2 mörk, Atli Ævar Ingólfsson og Árni Steinn Steinþórsson 3, Alexander Már Egan og Magnús Öder Einarsson 2 og Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Einar Baldvin Baldvinsson varði 12 skot í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson 7, þar af 3 vítaköst.

Skeiðamaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson var bestur í liði FH og skoraði 8 mörk.

Fyrri greinForseti Indlands heimsótti Þingvelli
Næsta greinVanmetið að tala upphátt við sjálfan sig