Selfoss stakk af í lokin

Selfoss vann góðan sigur á Fylki þegar keppni hófst í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Fylkishöllinni voru 25-34.

Selfoss leiddi í hálfleik, 12-16. Um tíma var þriggja marka munur á liðunum í síðari hálfleik en Selfyssingar stungu af í lokin og unnu öruggan, níu marka sigur.

Andri Hrafn Hallsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Jóhann Erlingsson og Matthías Örn Halldórsson skoruðu báðir 5 mörk, Magnús Már Magnússon, Sverrir Pálsson og Hörður Másson 3, Örn Þrastarson, Árni Felix Gíslason og Ómar Ingi Magnússon 2 og þeir Daníel Arnar Róbertsson og Jóhannes Snær Eiríksson skoruðu sitt markið hvor.

Hermann Guðmundsson varði 12 skot fyrir Selfoss og Sebastian Alexandersson 4.

Fyrri greinEnn til miðar á slúttið
Næsta greinSigur hjá Þór en skellur hjá Hamri