Selfoss spilar um 5. sætið

Guðni Ingvarsson skoraði sjö mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði fyrir ÍR í 2. umferð Ragnarsmótsins í handbolta í kvöld og mun mæta Fram á laugardagsmorgun í leik um 5. sætið.

ÍR gerði út um leikinn gegn Selfossi í fyrri hálfleik en staðan var 9-15 í leikhléi. Selfyssingar hresstust til muna í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk, en lokatölur urðu 23-26.

Hergeir Grímsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Nökkvi Dan Elliðason skoraði 4, Atli Ævar Ingólfsson og Hannes Höskuldsson 3, Ísak Gústafsson, Sverrir Pálsson og Reynir Freyr Sveinsson 2 og Guðni Ingvarsson og Alexander Egan skoruðu sitt markið hvor.

Í hinum leik kvöldsins sigruðu Haukar Fram 33-24 en staðan var 14-11 í leikhléi.

Á morgun lýkur riðlakeppninni með tveimur leikjum og þá mun ráðast hvaða lið fara í úrslitaleikinn. Klukkan 18:30 mætast Valur og ÍR og klukkan 20:15 mætast Haukar og ÍBV.

Fyrri greinHamar skoraði tíu mörk – Árborg og Ægir með sigra
Næsta greinLeitarsvæðið þrengt