Selfoss sló Hamrana út

Selfyssingar unnu auðveldan sigur á Hömrunum í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handknattleik í kvöld, 26-44.

Leikurinn var heimaleikur Hamranna sem héngu í Selfyssingum í upphafi en Selfyssingar slitu sig svo frá þeim og leiddu í hálfleik, 16-21.

Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik en markaskorun Selfyssinga dreifðist nokkuð vel á liðið.

Guðni Ingvarsson var markahæstur með 11 mörk, Hörður Bjarnarson og Ragnar Jóhannsson skoruðu 8 mörk og Atli Kristinsson 6. Árni Steinn Steinþórsson og Helgi Héðinsson skoruðu báðir 3 mörk, Einar Héðinsson og Andri Sveinsson 2 og Eyþór Lárusson 1.

Fyrri greinÁhrif flóðsins minni þegar neðar dregur
Næsta greinÞór vann í framlengingu