Selfoss skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik

Kvennalið Selfoss fékk stóran skell þegar liðið mætti Fram í Olís-deildinni í handbolta í dag. Lokatölur voru 28-15 en staðan í hálfleik var 12-12.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fínn hjá Selfyssingum, jafnt á flestum tölum og staðan 12-12 í hálfleik þó svo markvörður Selfoss hafi aðeins verið með einn varinn bolta í hálfleiknum. Liðið var að spila fína vörn og sóknin gekk líka vel.

Framarar náðu hins vegar góðu forskoti snemma í seinni hálfleik og í kjölfarið fylltust Selfyssingar vonleysi. Mistökunum fjölgaði hjá þeim vínrauðu eftir því sem leið á og þeim tókst aðeins að skora þrjú mörk í síðari hálfleik.

Markahæstar í liði Selfoss í dag voru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 8 mörk og Þuríður Guðjónsdóttir með 4 mörk.

Fyrri greinHandtekinn vegna gruns um íkveikju
Næsta greinSelfoss lagði ÍH í hörkuleik