Selfoss skoðar Cardaklija

Markvörðurinn Denis Cardaklija er nú undir smásjánni hjá Pepsi-deildarliði Selfoss í knattspyrnu.

Denis er 21 árs gamall og leikur með Sindra á Hornafirði. Hann hefur verið einn sterkasti leikmaður Sindra síðustu ár og á ekki langt að sækja hæfileikana enda er hann sonur Hajrudin Cardaklija sem varði mark Breiðabliks, Leifturs og Sindra á árum áður.

Denis æfði með Selfyssingum á laugardag en markverðir liðsins, Jóhann Ólafur Sigurðsson og Elías Örn Einarsson, glíma báðir við smávægileg meiðsli.

Fyrri greinÁrborg gegn byggðasamlagi um málefni fatlaðra
Næsta greinTvennt á sjúkrahús eftir vélhjólaslys