Selfoss sigraði Fjölni óvænt

Selfyssingar unnu góðan sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í dag.

Útlitið var hins vegar ekki bjart í fyrri hálfleik hjá Selfyssingum því Fjölnir komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Selfyssingum tókst þó að jafna fyrir leikhlé og þar voru á ferðinni þeir Ingþór Björgvinsson og Ingvi Rafn Óskarsson.

Staðan var 2-2 í hálfleik en það dró ekki til tíðinda fyrr en fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá fengu Selfyssingar vítaspyrnu og Jordan Edridge fór á punktinn og skoraði sigurmark Selfoss.

Þetta var þriðji leikur Selfyssinga í riðlinum en þeir hafa nú fjögur stig í 4. sæti riðilsins.

Fyrri greinÞór átti ekkert í KR
Næsta greinDrífa nýr formaður stjórnar Skálholts