Selfoss sigraði á Ragnarsmótinu

Selfoss sigraði á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik sem lauk á Selfossi um helgina. Heimakonur unnu alla sína leiki á mótinu.

Selfoss sigraði Aftureldingu 30-20 og Hauka 28-25 í fyrstu tveimur umferðunum. Selfoss vann svo öruggan sigur á Fjölni í lokaumferð mótsins, 38-15.

Í mótslok voru veitt einstaklingsverðlaun að venju. Besti markmaður mótsins var valin Saga Sif Gísladóttir og varnarmaður mótsins Ragnheiður Sveinsdóttir báðar úr Haukum. Fulltrúar Selfyssingar voru Perla Ruth Albertsdóttir, sóknarmaður mótsins og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir sem var bæði markahæst og valin besti leikmaður mótsins.

Úrslit annarra leikja á mótinu urðu þessi:

Fjölnir – Haukar 18-26

Afturelding – Fjölnir 21-21

Haukar – Afturelding 32-7

Fyrri greinLeitað að vitnum að líkamsárás
Næsta greinÉg er kennari