Selfoss semur við Eystein Erni

Eysteinn Ernir Sverrisson. Ljósmynd/Selfoss

Hinn ungi og efnilegi Eysteinn Ernir Sverrisson hefur gert sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild Selfoss. Eysteinn er örvfættur og spilar sem vinstri bakvörður.

Eysteinn hefur leikið með Selfossi upp alla yngri flokkana en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik síðastliðið sumar í Lengjudeildinni. Hann er leikmaður U17 liðs Íslands en hann hefur leikið samtals sex landsleiki með U15, U16 og U17.

Eysteinn hefur verið í æfingahóp meistaraflokks karla sem hefur æft stíft að undanförnu undir stjórn nýs þjálfara, Bjarna Jóhannssonar. Selfoss hefur leikið tvo æfingaleiki að undanförnu, þeir sigruðu Grindavík 2-0 um síðustu helgi en töpuðu 0-1 gegn ÍBV í gær.

Fyrri greinGóður heimasigur Hrunamanna – Selfoss tapaði
Næsta greinJarðtækni og JJ pípulagnir buðu lægst í Vesturbyggð