Selfoss semur við Edridge

Knattspyrnudeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við hinn 22 ára Jordan Edridge um að hann leiki með liði Selfyssinga næstu tvö árin.

Edridge er fjölhæfur varnarmaður og kemur til liðsins frá Grindavík þar sem hann lék seinustu þrjú keppnistímabil. Hann hefur leikið 34 leiki með Grindvíkingum í Pepsi- og 1. deildinni. Hann er uppalinn hjá Chesterfield á Englandi en lék einnig með New Mills áður en hann hélt í Grind-víking til Íslands.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að það sé mikil ánægja innan herbúða liðsins að hafa tryggt sér þjónustu Edridge og kemur hann til með að styrkja liðið í 1. deildinni næsta sumar.

Fyrri greinHamar tapaði stórt
Næsta greinRausnarleg gjöf til nýrrar göngudeildar