Selfoss semur við Lacalle

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við spænska framherjann Javier Zurbano Lacalle en hann mun leika með liðinu í 1. deild karla í sumar.

Zurbano var á reynslu hjá Selfyssingum á dögunum en hann skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu.

Zurbano er 32 ára gamall en hann lék síðast með Coruxo í spænsku C-deildinni.

Á ferli sínum hefur hann leikið með nokkrum liðum í spænsku neðri deildunum.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=140592&fb_action_ids=10200252880752121%2C10200249169339338&fb_action_types=og.recommends&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210200252880752121%22%3A449804688418905%2C%2210200249169339338%22%3A327158980717961%7D&action_type_map=%7B%2210200252880752121%22%3A%22og.recommends%22%2C%2210200249169339338%22%3A%22og.recommends%22%7D&action_ref_map=[]#ixzz2JeiXQZzj

Fyrri greinÖnnur öld Veðurguðanna
Næsta greinGuðjónsdagurinn á morgun