Selfoss semur við Klančar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við slóvenska varnarmanninn Peter Klančar um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Klančar er 26 ára gamall vinstri bakvörður en hann gekk í raðir Selfoss í lok júlí í sumar og lék átta leiki með liðinu undir lok tímabilsins í 1. deildinni. Áður spilaði hann í tvö ár með Interblock Ljubljana í Slóveníu og þar áður var hann hjá Jönköping B-deildinni í Svíþjóð.

Hann á að baki U17, U18 og U19 ára landsleiki fyrir Slóveníu.

Klančar kemur til landsins í febrúar ásamt Norðmönnunum Ivar Skjerve og Endre Ove Brenne sem léku einnig með liðinu sl. sumar.