Selfoss semur við Guðmund

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson skrifaði í gær undir eins árs samning við Selfoss.

Guðmundur er nýorðinn 18 ára og hefur alla tíð leikið með Selfyssingum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 41 leik fyrir félagið og skorað sex mörk.

Eins hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands, spilað 13 landsleiki og skorað eitt mark.

Þetta kemur fram á stuðningsmannavef Selfoss.