Selfoss semur líka við Martínez

Selfyssingar hafa samið við spænska varnarmanninn Juan Povedano Martínez. Hann kom á reynslu til félagsins á dögunum ásamt Javier Lacalle sem Selfoss hafði samið við áður.

Martínez var á reynslu hjá Selfyssingum í janúar en hann skoraði meðal annars í sigri liðsins á Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu.

Hann er 33 ára gamall en hann var síðasta á mála hjá UD Melilla sem leikur í spænsku C-deildinni. Þá lék hann með varaliði Atletico Madrid á sínum tíma.

Frétt frá Fótbolta.net.

Fyrri greinFótbrotnaði við Hrunalaug
Næsta greinÁrnesingar og Skaftfellingar áfram