Selfoss samþykkir tilboð Viking í Jón Daða

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samþykkt tilboð frá norska úrvalsdeildarliðinu Viking í Stavangri í Jón Daða Böðvarsson.

Jón Daði var til reynslu hjá Viking í haust og leist vel á aðstæður en félagið á eftir að semja við hann um kaup og kjör.

“Heyrðu, mér líst bara vel á Viking, það er topp klúbbur með mikinn metnað. Samningsviðræður eru ekki hafnar en ég á von á því að þær hefjist eftir helgi,” sagði Jón Daði í stuttu spjalli við sunnlenska.is.

Jón Daði hefur verið eftirsóttur af félögum í Skandinavíu en hann hefur farið til reynslu til fjögurra félaga í þremur löndum í vetur.

Þessi efnilegi leikmaður var valinn besti ungi leikmaðurinn í Pepsi-deild karla í sumar og fyrr í þessum mánuði lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd.

Fyrri greinSteinunn og Bjarni lesa upp
Næsta greinGrótta hafði betur í hörkuleik