Selfoss örugglega áfram í bikarnum

Brenna Lovera skoraði tvívegis fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir öruggan sigur á KR á útivelli í kvöld.

Selfoss réð lögum og lofum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að skora eitt löglegt mark. Brenna Lovera komst í góða stöðu á 13. mínútu og afgreiddi skotfærið af miklu öryggi. Selfoss fékk urmul færa í fyrri hálfleik en staðan var 0-1 í leikhléi.

Leikurinn var í meira jafnvægi í upphafi seinni hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir slökkti í öllum vonum KR-inga með því að koma Selfoss í 0-2 á 62. mínútu. Selfoss hefði getað bætt við fleiri mörkum í kjölfarið en létu sér nægja laglegt mark frá varamanninum Brynju Líf Jónsdóttur á lokamínútu leiksins. Lokatölur 0-3.

Selfoss verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslitin ásamt Þrótti R, ÍBV, Breiðabliki, Fylki, Val, FH og Aftureldingu.

Fyrri greinFjórar milljónir króna í Ferðagjafir í gær
Næsta greinSelfoss með forystu í einvíginu