
Selfoss tók á móti Skallagrím í 1. deild karla í körfubolta í dag. Gestirnir úr Borgarnesi reyndust sterkari og sigruðu 82-94.
Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta spiluðu gestirnir hörkuvörn og leiddu í leikhléi, 40-45. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en undir lok 3. leikhluta gerði Skallagrímur áhlaup og þegar síðasti fjórðungurinn hófst var staðan 65-74. Selfyssingum tókst ekki að minnka forskotið að ráði og Borgnesingar unnu öruggan sigur þegar upp var staðið.
Collin Pryor var besti maður vallarins í dag, hann skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Tristan Máni Morthens og Kristijan Vladovic skoruðu 16 stig og Vladovic sendi 8 stoðsendingar að auki.
Skallagrímur lyfti sér upp fyrir Selfoss með sigrinum, Skallagrímur er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig en Selfoss er í 7. sæti með 4 stig.
Selfoss-Skallagrímur 82-94 (26-24, 14-21, 25-29, 17-20)
Tölfræði Selfoss: Collin Pryor 20/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristijan Vladovic 16/8 stoðsendingar, Tristan Máni Morthens 16, Ari Hrannar Bjarmason 9, Fróði Larsen Bentsson 5/5 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 5, Pétur Hartmann Jóhannsson 3, Birkir Máni Sigurðarson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Sigurður Logi Sigursveinsson 2.
