Selfoss og Mílan unnu góða sigra

Selfoss og Mílan eru á blússandi siglingu í 1. deild karla í handbolta. Selfoss lagði HK á heimavelli í kvöld á meðan Mílan lagði KR á útivelli.

Selfoss hafði frumkvæðið lengst af fyrri hálfleik í leiknum gegn HK og leiddi 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en heimamenn skelltu þá í lás í vörninni og HK skoraði aðeins sex mörk í seinni hálfleik. Selfoss náði níu marka forskoti þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður og bættu enn frekar í undir lokin. Lokatölur í Vallaskóla 31-18, Selfyssingum í vil.

Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 8/4 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Alexander Egan 5, Sverrir Pálsson, Guðjón Jónsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2 og þeir Rúnar Hjálmarsson og Árni Geir Hilmarsson skoruðu 1 mark hvor.

Birkir Fannar Bragason varði 18/1 skot og var með 58% markvörslu og Helgi Hlynsson varði 3 skot og var með 37,5% markvörslu.

Leikur Mílunnar og KR var jafn framanaf en Mílan náði fjögurra marka forystu þegar leið á fyrri hálfleikinn og staðan var 11-15 í hálfleik. Þeir grænu lögðu svo grunninn að góðum sigri strax í upphafi síðari hálfleiks, þar sem þeir náðu níu marka forskoti, 13-22. Þar með voru úrslitin ráðin en lokatölur urðu 22-31.

Magnus Öder Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Míluna, Egidijus Mikalonis 6/2, Magnús Már Magnússon 5, Gunnar Ingi Jónsson 3, Sigurður Már Guðmundsson og Árni Felix Gíslason 2, Jóhannes Snær Eiríksson og Viðar Ingólfsson 1 og Róbert Daði Heimisson 1/1.

Markverðir Mílunnar voru í feiknaformi í kvöld, Ástgeir Sigmarsson varði 16/1 skot og Sverrir Andrésson 6. Báðir voru þeir með 50% markvörslu.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig en Mílan í 5. sæti með 13 stig.

Fyrri greinNý danskir dagar í Árborg
Næsta greinBjóða sameiginlega út sorphirðu