Selfoss og Hamar úr leik í bikarnum

Michael Rodriguez var stigahæstur Selfyssinga með 23 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Selfoss og Hamar voru slegin út úr bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld af úrvalsdeildarliðunum Skallagrím og Stjörnunni.
Selfyssingar áttu fínan leik í Borgarnesi en þar var staðan 41-37 í leikhléi. Skallagrímur hafði frumkvæðið í seinni hálfleik og vann að lokum með sjö stiga mun, 79-72.
Michael Rodriguez var stigahæstur Selfyssinga með 23 stig, Snjólfur Marel Stefánsson skoraði 15 stig og tók 9 fráköst, Ari Gylfason skoraði 14 stig og Arminas Kelmelis 11.
Hamarsmenn lentu strax undir gegn Stjörnunni en staðan í leikhléi var 42-51. Hamar byrjaði vel í seinni hálfleik en Stjörnumenn voru sterkari í síðasta fjórðungnum og unnu öruggan sigur, 89-104.
Everage Richardson var með fínar tölur fyrir Hamar, 29 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar, Florijan Jovanov skoraði 20 stig, Marko Milekic 15 og Dovydas Strasunskas 12.
Þórsarar eru eina sunnlenska liðið sem á möguleika á að komast í 8-liða úrslit keppninnar en Þór tekur á móti Njarðvík annað kvöld í síðasta leik 16-liða úrslitanna.
Fyrri grein„Verður í hausnum á okkur yfir jólin“
Næsta greinSelfyssingar Íslandsmeistarar í futsal