Selfoss og Hamar töpuðu sínum leikjum í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Selfoss heimsótti Fjölni og Hamar fékk botnlið Fylkis í heimsókn.
Úrslitin í leik Fjölnis og Selfoss réðust í fyrri hálfleik en Fjölnismenn voru komnir með góða forystu í hálfleik, 53-25. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en úrslitin löngu ráðin og lokatölur urðu 110-72.
Hamar var í basli með botnlið Fylkis en varnarleikur Hvergerðinga var ekki til útflutnings. Fylkir leiddi 54-58 í hálfleik og gestirnir gerðu út um leikinn í 3. leikhluta þar sem þeir náðu tuttugu stiga forskoti. Lokatölur í Hveragerði urðu 94-115.
Hamar er nú í 11. sæti deildarinnar með 2 stig en Selfoss er í 7. sætinu með 4 stig. Sigurinn í gær var fyrsti sigur Fylkis í vetur og dugði liðinu til þess að fleyta sér uppfyrir Hamar, í 10. sætið.
Fjölnir-Selfoss 110-72 (26-13, 27-12, 34-21, 23-26)
Tölfræði Selfoss: Tristan Máni Morthens 18/5 fráköst, Collin Pryor 11/6 fráköst, Fróði Larsen Bentsson 11/8 fráköst, Halldór Halldórsson 6, Birkir Máni Sigurðarson 6, Gísli Steinn Hjaltason 6, Ari Hrannar Bjarmason 6, Óðinn Freyr Árnason 3/4 fráköst, Pétur Hartmann Jóhannsson 3, Kristijan Vladovic 2.
Hamar-Fylkir 94-115 (23-28, 31-30, 21-35, 19-22)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 30/9 fráköst/11 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 28/9 fráköst, Birkir Máni Daðason 11, Egill Þór Friðriksson 10, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8, Mirza Sarajlija 3, Ísak Sigurðarson 2, Atli Rafn Róbertsson 2.

