Selfoss og Hamar töpuðu

Kvennalið Selfoss og karlalið Hamars töpuðu leikjum sínum í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag.

Selfosskonur léku gegn KR í Egilshöllinni þar sem Eva Lind Elíasdóttir kom Selfyssingum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. KR-ingar jöfnuðu og komust yfir á næstu fimmtán mínútunum og þar við sat.

Valorie O’Brien, Tiana Brockway og Michele Dalton voru allar í byrjunarliði Selfoss en þær komu til landsins nú rétt fyrir helgi.

Í B-deild karla steinlágu Hvergerðingar gegn Aftureldingu, 6-0, en staðan var 2-0 í hálfleik.

Fyrri greinFSu tapaði í Kópavogi
Næsta greinHvað geta kýr étið mikið?