Selfoss náði í stig í Breiðholtinu

Selfoss og ÍR skildu jöfn í hörkuleik í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Liðin mættust í Austurbergi í Breiðholti þar sem lokatölur leiksins voru 28-28.

Leikurinn var jafn og bæði lið áttu möguleika á að taka bæði stigin en heilt yfir var jafntefli sanngjörn úrslit. Staðan í hálfleik var 13-13.

Selfyssingar léku vel í vörninni og markvarslan var góð. Matthías Halldórsson og Atli Kristinsson áttu góðan leik og Ómar Helgason var sterkur í vörninni. Hörður Bjarnarson lék líka mjög vel í seinni hálfleik og skoraði mikilvæg mörk.

Atli og Matthías skoruðu báðir sex mörk en Hörður kom næstur þeim með fimm mörk. Helgi Hlynsson varði 20/2 skot í marki Selfoss.

Fyrri greinVilja ráða Kristófer framkvæmdastjóra
Næsta greinHveragerði úr leik