Selfoss náði ekki að skora

Selfoss tapaði 2-0 þegar liðið sótti Fjarðabyggð heim í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði í 1. deild karla í knattspyrnu í dag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en heimamenn höfðu góð tök á leiknum. Fyrsta mark Fjarðabyggðar lá í loftinu þegar leið að hálfleik og á 37. mínútu skoraði Hafþór Þrastarson gegn sínum gömlu félögum eftir klafs í vítateig Selfoss.

Þremur mínútum síðar kom Nik Chamberlain Fjarðabyggð í 2-0 eftir fyrirgjöf frá hægri. 2-0 í hállfeik.

Selfyssingar sóttu mun meira í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi og því urðu mörkin ekki fleiri.

Selfoss er nú í 7. sæti deildarinnar með 8 stig þegar sjö umferðum er lokið. Liðið mætir næst Haukum á heimavelli á fimmtudagskvöld.

Fyrri greinKvennaskólatorg í Hveragerði
Næsta greinAusturvegurinn lagaður í sumar