Selfoss mögulega aftur í Olísdeildina

Hulda Dís Þrastardóttir, fyrirliði Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í handbolta sat eftir í Grill 66 deildinni þegar Handknattleikssamband Íslands flautaði keppni á Íslandsmótinu af í gær.

FH fer upp í Olísdeildina en FH var einu stigi á undan Selfyssingum þegar þrjár umferðir voru eftir af deildinni.

Þó gæti svo farið að Selfoss spili í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, útskýrði þetta í nýjasta hlaðvarpsþætti Selfoss TV.

„Það er sú staða uppi í kvennaboltanum miðað við reglur HSÍ að það eigi að spila í tveimur deildum. Ef svo fer sem horfir að tvö félög verði sameinuð í sumar, Fylkir og Fjölnir, þá er fjöldi liða kominn í fjórtán og þá á að spila Íslandsmótið í einni deild,“ segir Þórir.

„Það verður tekin ákvörðun um það hjá HSÍ eftir páska hvort keppnisfyrirkomulaginu hjá konunum verði breytt, þannig að spilað verði í einni deild.“

Hægt er að hlusta á Selfoss TV hér:

Fyrri greinGjafir streyma til HSU
Næsta greinEins og hálfs metra snjór á Hellisheiði