Selfoss missti niður gott forskot

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss missteig sig í dag í Grill66 deildinni í handbolta þegar það gerði jafntefli við ungmennalið Stjörnunnar á útivelli.

Selfoss var með pálmann í höndunum í hálfleik og leiddi þá 12-17. Í seinni hálfleiknum fór hins vegar allt á versta veg hjá Selfosskonum sem hikstuðu bæði í vörn og sókn. Stjarnan minnkaði muninn jafnt og þétt og niðurstaðan varð 29-29 jafntefli.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 10 stig en Stjarnan-U er í 9. sæti með 5 stig.

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Kristín Una Hólmarsdóttir skoraði 6, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 4/4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2 og þær Rakel Hlynsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu báðar 1 mark.

Mina Mandic varði 13 skot í marki Selfoss og var með 34% markvörslu og Dröfn Sveinsdóttir varði 1/1 skot og var með 25% markvörslu.

Fyrri greinGrátlegt tap gegn toppliðinu
Næsta grein„Hlutirnir gerast ekki með því að smella fingri“