Selfoss missti Fjölni uppfyrir sig

Ísak Júlíus Perdue. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss varð af dýrmætum stigum í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Fjölni í kvöld.

Selfoss byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-32 eftir 1. leikhluta en ekkert gekk upp í 2. leikhluta þar sem Fjölnir sneri leiknum sér í vil og staðan var 49-43 í hálfleik.

Fjölnir skoraði átta fyrstu stigin í seinni hálfleik og þar með voru heimamenn komnir með nokkuð gott forskot, sem þeir náðu að verja til leiksloka. Selfoss átti góðan sprett í upphafi 4. leikhluta og minnkaði muninn í tvö stig, 75-73 en Fjölnismenn voru skrefinu á undan allt til leiksloka og sigruðu að lokum 100-94.

Gerald Robinson var drjúgur fyrir Selfyssinga í kvöld, skoraði 22 stig og tók 9 fráköst og Ísak Júlíus Perdue skoraði 18 stig og sendi 7 stoðsendingar.

Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 7. sæti með 16 stig, jafnmörg stig og Fjölnir sem sigur í 5. sætinu.

Fjölnir-Selfoss 100-94 (18-32, 31-11, 21-19, 30-32)
Tölfræði Selfoss: Gerald Robinson 22/9 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 18/7 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 16/8 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 16/5 fráköst, Kennedy Clement 15/4 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 6/6 fráköst, Styrmir Jónasson 1.

Fyrri greinSklopan á miðjuna hjá Selfyssingum
Næsta greinStjórnunar- og verndaráætlun Kirkjugólfs staðfest