Selfoss missti af stigi á Akureyri

Selfoss tapaði með tveimur mörkum, 25-23, þegar liðið heimsótti Akureyri í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en í kjölfarið tóku Akureyringar frumkvæðið og náðu mest þriggja marka forskoti, 7-4. Akureyri leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9.

Akureyri hélt forskotinu fram í seinni hálfleikinn og jók það mest í fjögur mörk þegar fimmtán mínútur voru eftir, 20-16. Þá tóku Selfyssingar við sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt.

Selfoss jafnaði 23-23 þegar rúmlega tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og höfðu í kjölfarið tækifæri á því að komast yfir, en misstu boltann í næstu sókn. Akureyringar stálu boltanum og komust í 24-23 og Selfyssingar skutu yfir úr næstu sókn. Akureyri tók leikhlé og var með boltann þegar 30 sekúndur voru eftir fimm sekúndur voru eftir 25-23.

Elvar Örn Jónsson var allt í öllu í liði Selfoss í kvöld og frábær í seinni hálfleiknum. Elvar skoraði 10 mörk. Einar Sverrisson skoraði 5 mörk, Teitur Einarsson 4/3, Alexander Egan 3 og Guðni Ingvarsson 1 en aðeins fimm Selfyssingar komust á blað í kvöld.

Helgi Hlynsson varði 13 skot í leiknum og Einar Vilmundarson 1.