Selfoss með fullt hús

Hulda Dís Þrastardóttir, fyrirliði Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á Víkingi í Grill66 deild kvenna í handbolta á útivelli í kvöld, 19-25.

Sigurinn var ekki auðsóttur og Selfyssingum gekk illa að ná takti í fyrri hálfleik en Víkingur leiddi í leikhléi, 11-12.

Annað var uppi á teningnum í seinni hálfleik og þær vínrauðu efldust eftir því sem leið á og að lokum skildu sex mörk liðin að. Selfoss hefur unnið báða sína leiki í deildinni og er með 4 stig eins og Fram-U og HK-U.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8/3 mörk, Agnes Sigurðardóttir nýtti sín skot vel og skoraði 7, Tinna Traustadóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Katla María Magnúsdóttir skoruðu allar 3 mörk og Elín Krista Sigurðardóttir 1.

Henriette Østergård átti góðan leik í marki Selfoss, varði 17 skot og var með 47% markvörslu.

Fyrri greinÞefskyn lögreglumanna leiddi til kannabisfundar
Næsta greinLíkfundur á Sprengisandsleið