Selfoss með forystu í einvíginu

Ísak Gústafsson var markahæstur Selfyssinga með 13 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar fara með tveggja marka forskot inn í seinni viðureignina gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. Selfoss vann 24-26 á útivelli í kvöld.

Leikurinn var jafn og hörkuskemmtilegur en Selfyssingar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins og Stjarnan komst aldrei yfir. Staðan var 10-12 í hálfleik og í seinni hálfleiknum voru Selfyssingar sterkari og náðu mest fjögurra marka forystu.

Ísak Gústafsson var markahæstur Selfyssinga en hann átti frábæra innkomu í leikinn og skoraði 7 mörk úr 8 skotum. Hergeir Grímsson skoraði 6/1, Einar Sverrisson 4/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Egan 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson, Nökkvi Dan Elliðason og Ragnar Jóhannsson skoruðu allir 1 mark.

Vilius Rasimas var með 38% markvörslu í marki Selfoss, en hann varði 15/1 skot.

Seinni leikur liðanna fer fram á Selfossi á föstudagskvöld og mun samanlögð markatala úr leikjunum tveimur ráða úrslitum.

Fyrri greinSelfoss örugglega áfram í bikarnum
Næsta greinHamar styrkir stöðu sína