Selfoss með silfur á Íslandsmótinu

Úrvalslið Selfoss tryggði sér rétt í þessu silfurverðlaun á Íslandsmótinu í hópfimleikum en úrslitakeppni mótsins fór fram í Ásgarði í Garðabæ í dag.

Gerpla sigraði með 48,9 stig en Gerplukonur sigruðu á öllum áhöldum. Lið Selfoss varð í 2. sæti með 45,3 stig og Stjarnan í 3. sæti með 44,0 stig.

Undanúrslitin fóru fram í gærkvöldi en þrjú efstu liðin í gær kepptu til úrslita í dag ásamt karlaliði Gerplu. Sem kunnugt er varð Selfossliðið í 2. sæti í gærkvöldi og tryggði sér með því farseðil á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Svíþjóð í haust.

Fyrri greinEnn órói í jöklinum
Næsta greinÞórir markahæstur í jafntefli gegn Düsseldorf