Selfoss mætir Þrótti í bikarnum

Bikarmeistararnir fagna í ágúst 2019. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bikarmeistarar Selfoss mæta Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en dregið var í dag.

Selfoss sló 1. deildarlið KR úr keppni í 16-liða úrslitunum í gærkvöld með 3-0 sigri í Vesturbænum. Selfoss og Þróttur leika bæði í úrvalsdeildinni og mættust einmitt á dögunum, þar sem Selfoss vann 4-3 sigur á útivelli í æsispennandi leik.

Leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram 25. og 26. júní næstkomandi.

Fyrri greinSex mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus undir áhrifum
Næsta greinFlying Tiger flytur í nýja miðbæinn